- Advertisement -

Engeyjarbanki, góðan dag

Óvissa er um, hvort bankasalan verði lokahnykkur á stjórnmálaferli Bjarna Benediktssonar, eða ekki. Víst er að með bankasölunni hrífur hann sitt næsta bakland. Svo um munar. Í formannstíð Bjarna hefur flokkurinn tapað miklu fylgi. Þau ríkustu hafa bætt sinn hag í öfugu hlutfalli við hremmingar Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa fórnað flokknum til að bæta eigin hag. Og tekist það.

Gárungar telja að eftir söluna verði bankinn ekki lengur nefndur Íslandsbanki. Engeyjarbanki mun jafnvel eiga betur við.

Flestum er ljóst að Bjarni Benediktsson er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður. Hans hlutverk er skýrt. Að gera þau ríkustu ríkari. Ávinningur Bjarna felst alls ekki í að vegur verði lagður um Teigsskóg, eða að öryrkjar eigi fyrir mat út mánuðinn og svo framvegis. Hans hlutverk er annað.

Engeyjarbanki verður líklegast til. Bjarni hefur talað Katrínu á sitt band. Leiðin virðist greið. Þegar bankasalan er í höfn er jafnvel trúlegt að þar með ljúki Valhallarvist Bjarna Benediktssonar. Þá hefur honum tekist að landa stóra bitanum. Engeyjarbanki, góðan dag.

-smeTengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: