- Advertisement -

Engir ferðamenn koma ef hótelin og veitingastaðirnir verða lokuð

Ferðaþjónustunni er enginn greiði gerður með því að opna landamærin ef hlutirnir eru í ólagi á Íslandi.

„Það munu engir ferðamenn vilja koma til Íslands ef hótelin eru lokuð og veitingastaðir allir lokaðir vegna þess að veiran er enn þá að dreifa úr sér,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.

„Varðandi landamærin þá er þetta ein erfiðasta ákvörðunin sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Bjarni. „Nýjustu aðgerðir okkar hafa einfaldlega tekið mið af því að við höfum misst í gegnum landamærin þessi nýju eintök af veirunni og útbreiðsla veirunnar er í vexti í öðrum löndum. Á meðan við erum að leggja mat á hvernig við getum sem best verndað innlent samfélag gegn frekari áföllum af þessum völdum þá gilda þær reglur sem nú hafa verið kynntar. En vonandi getum við slakað á þeim sem allra fyrst. Það er ekki alfarið í okkar höndum hvenær það gerist. En ég tek undir með þeim sem segja að við þurfum að leggja sem fyrst fyrir forsendur þess að ákvörðun verði tekin um slíkt, þ.e. að skýrt verði hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að sú ákvörðun verði tekin. Ferðaþjónustunni er enginn greiði gerður með því að opna landamærin ef hlutirnir eru í ólagi á Íslandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: