- Advertisement -

Enn fullkomin leynd hjá Seðlabankanum

…öll­um spurn­ing­um verið svarað með út­úr­snún­ing­um…

Skapti Harðarson.

Skapti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, skrifaði, um margt forvitnilega grein í Mogga dagsins. Hann fjallar meðal annars um Eignarhaldsfélag Seðlabankans.

„Nú tveim­ur árum eft­ir slit ESÍ hafa nær eng­ar upp­lýs­ing­ar verið gefn­ar um starf­semi fé­lags­ins, hvort tek­ist hafi að há­marka virði eign­anna, af hvaða eign­um var tap, hver kostnaður var við ut­an­um­haldið, hverj­ir keyptu og svo fram­veg­is. Seðlabank­inn, und­ir for­ystu Más Guðmunds­son­ar, lofaði skýrslu um starf­sem­ina og átti hún að koma út á síðasta ári. Ekk­ert ból­ar á henni en lík­lega munu fyrr­ver­andi stjórn­end­ur ESÍ, sem jafn­framt sáu um að slíta fé­lag­inu, skrifa hana sjálf­ir og svara fáu. Vitað er að stjórn­end­ur ESÍ óskuðu eft­ir því að vera tryggt skaðleysi vegna starfa sinna. Því var synjað af ráðherra, eft­ir að á það var bent, en óljóst er hvort Seðlabank­inn hafi sjálf­ur ábyrgst starfs­menn­ina um­fram hefðbundna vinnu­veit­enda­ábyrgð. Hvað sem því líður vek­ur ósk­in áleitn­ar spurn­ing­ar.

þar með tald­ar um 700 fast­eign­ir sem sömu ein­stak­ling­ar og stjórnuðu ESÍ sáu um að selja.

Þegar þing­menn hafa leitað eft­ir upp­lýs­ing­um um starf­semi ESÍ hef­ur öll­um spurn­ing­um verið svarað með út­úr­snún­ing­um og vís­un­um í að banka­leynd ríki um hana þó að um hefðbund­in einka­hluta­fé­lög sé að ræða. Þess var að auki gætt að reikn­ing­ar ESÍ birt­ust ekki á vefsíðunni „Opn­ir reikn­ing­ar“, sem birt­ir greidda reikn­inga ráðuneyta og nán­ast allra rík­is­stofn­ana, þrátt fyr­ir að fé­lagið hafi lík­lega keypt sér­fræðiráðgjöf fyr­ir hundruð millj­óna króna á hverju ári.

Þess má geta að ESÍ og eitt dótt­ur­fé­lag þess, Hilda, fengu und­anþágu frá upp­lýs­inga­lög­um með bréfi frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu í lok árs 2015. Und­ir Hildu voru færðar marg­ar eign­ir eignaum­sýslu­fé­lags­ins Dróma, þar með tald­ar um 700 fast­eign­ir sem sömu ein­stak­ling­ar og stjórnuðu ESÍ sáu um að selja. Þagn­ar­skyld­unni hef­ur óspart verið beitt þegar óskað hef­ur verið sjálf­sagðra svara um ráðstöf­un rík­is­eigna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: