- Advertisement -

Er eðlilegt að meðhöndla lífeyri með öðrum hætti en aðrar atvinnutekjur?

Guðmundur Gunnarsson bendir á og vitnar til Þóreyjar S. Þórðardóttur framkvvææmdastjóra Samtaka lífeyrissjóða:

Guðmudundur Gunnarsson og Þórey S. Þórðardóttir.

Þórey bendir á almennt tekjumark sé 25 þúsund krónur á allar tekjur og 100 þúsund króna frítekjumark gagnvart atvinnutekjum. „Maður veltir fyrir sér líka: Er eðlilegt að það sé öðruvísi meðhöndlun á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara úr þeirra sjóðum sem þeir hafa lagt fyrir eða ef þeir eru á vinnumarkaði. Og ég myndi segja að það væri lífeyrissjóðsgreiðsla sem þú færð í ellilífeyri fyrir í rauninni frestun á atvinnutekjum. Þú leggur fyrir á meðan þú ert að vinna og þegar starfsævinni lýkur, þú ert búinn að tapa starfsorku eða annað og ætlar að fara að taka þessa fjármuni, að þá sé það meðhöndlað með öðrum hætti heldur en ef þú værir á vinnumarkaði. Þessu þurfum við að svara og stjórnmálamenn að svara: Er það eðlilegt að þetta sé meðhöndlað með öðrum hætti heldur en aðrar atvinnutekjur, því þú ert í rauninni bara að fresta atvinnutekjunum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: