- Advertisement -

Er hægt að ímynda sér eitthvað vitlausara?

Gunnar Smári skrifar:

Fyrir utan atvinnuleysisbætur, sem í grunninn er næstum sjötíu ára lausn sem verkalýðshreyfingin fékk í gegn þrátt fyrir harða andstöðu íhaldsins; er mikið af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar fálmkennd sóun fjármuna. Hvað átti þetta til dæmis að þýða? Hefði ekki verið nær að auka ráðstöfunarfé fólks sem er í raunverulegum vanda en að spreða svona smáupphæðum út um allt, upphæðum sem síðan hrúgast í kassann hjá stórfyrirtækjum og aðgerðin er því þegar upp er staðið styrkur til þeirra. Þurfti Domino’s aðstoð í cóvid, þegar heimsending matar rauk upp vegna lokunar veitingastaða? Er hægt að ímynda sér eitthvað vitlausara?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: