- Advertisement -

Er hægt að kaupa sitt eigið réttarfar?

Ætla að vitna aftur til viðtals Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara. En áður langar mig að segja frá upprifjun um ámóta mál. Ég var blaðamaður þegar Kaffibaunamálið reist sem hæst. Í Hæstarétti hafði Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS, mann í dómsalnum sem hafði skrifað „Ferilgreiningu“ um málið og sá reyndi allt sem hann gat til að hafa áhrif á okkur blaðamennina sem sátu réttarhöldin Okkur fannst hann flækjast fyrir og fullyrði að hann hafði engin áhrif. Seinna varð meira um keypt álit sakborninga á eigin málum.

Í viðtalinu segir:

„En aðspurður hvort þetta virki, hvort efnað fólk geti keypt sér sitt eigið réttarfar, segir Helgi Magnús það sannarlega ekki útilokað að fjárhagslegur styrkur dugi til að hafa áhrif á almenningsálitið og stjórnmálin með því að draga úr trúverðugleika lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Um tilburði í þessa átt eru fjöldi dæma á liðnum árum en það sem breyst hafi eftir hrunið er að dómstólarnir fengu einnig að finna fyrir því sem áður dundi einkum á lögreglu og ákæruvaldi. „Það er sárt að viðurkenna að það geti gerst, en það er alveg ljóst að þetta hefur áhrif gagnvart almenningsálitinu. Eðlilega reyna sakborningar að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og reyna að verjast. Ein aðferðin sem er þekkt í efnahagsbrotum er að vera með einkarannsókn á málum eða einstökum þáttum þess með aðstoð endurskoðunar- eða lögmannsskrifstofa  sem stilla upp einhverri niðurstöðu. Einhverjum veruleika sem þeir segja að sé raunveruleikinn. 

Það getur vissulega verið að rétt niðurstaða komi út úr slíku ef ásakanir eru tilhæfulausar. Það þarf samt enginn að láta sér detta það í hug að einhver einkaaðili eða einkafyrirtæki muni nokkurn tímann leita að sannleikanum í eigin málum sem varða mikla hagsmuni þeirra eða stjórnenda þeirra, með ærnum tilkostnaði, ef hann er þeim ekki hagfelldur. Það kemur ekki til greina og auðvitað ekki hægt að ætlast til þess. Menn fara ekki að leggja fram sönnunargögn gegn sjálfum sér. Þannig að tilgangurinn með þessu er oftast að búa til einhverja mynd sem hentar til varnar í sakamáli. Annað væri of vitlaust til að gera ráð fyrir því.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: