- Advertisement -

„Er Katrín leiðtogi Íslendinga?“

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hvaða leiðtogatal er þetta? Er Merkel leiðtogi Þýskalands? Macron leiðtogi Frakka eða Erna Solberg leiðtogi Norðmanna? Er Katrín leiðtogi Íslendinga? Það er fáránlegt að ákalla einhverja leiðtoga, eins og við búum öll innan einhverra einræðisríkja. Við eigum að ákalla lýðræðislegt bolmagn innan ríkjanna svo það hemji það stjórnmálafólk sem kemst til valda, svo það spili ekki rassinn úr buxunum. Ef við búum í heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi, sem má svo sem efast um, eru það ekki leiðtogar sem draga þjóðir í stríð heldur markast ákvarðanir stjórnvalda af þeim vilja sem verður til innan úr virkri og öflugri lýðræðislegri vél, þar sem valdi er dreift og enginn einn, og alls ekki þeir sem telja sig vera leiðtoga þjóða sinna, kemst upp með að brjóta gegn þessum vilja. Þetta aðhald hefur brostið í Bandaríkjunum, en það er blessunarlega enn virkt í okkar heimshluta, Norðvestur-Evrópu. Við eigum því að ákalla þjóðirnar, um þær hafi taumhald á sínu æðsta fólki. Sá sem ákallar leiðtogana, dómgreind þeirra og góðan vilja, hefur þegar tapað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: