- Advertisement -

Er launafólk skaðleg tímaskekkja?

Ritstjórinn í Hádegismóum varar við að vís­bend­ing­arn­ar segi að viss­ara sé að búa sig und­ir að núverandi ástand kunni að vara í marga mánuði eða leng­ur, frem­ur en nokkr­ar vik­ur.

„All­ir verða að taka mið af þessu, ekki aðeins rík­is­stjórn­in í aðgerðum sín­um eða fyr­ir­tæk­in og heim­il­in, held­ur einnig verka­lýðshreyf­ing­in, sem fram til þessa hef­ur í meg­in­at­riðum haldið uppi sama mál­flutn­ingi og fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Það er með stærri og skaðlegri tíma­skekkj­um sem sög­ur fara af, en eins og olíu­verðið sýn­ir er ástandið um þess­ar mund­ir vel til þess fallið að fella göm­ul heims­met. Það verður þó seint talið til álits­auka þeim sem um ræðir ef skort­ur á veru­leika­teng­ingu verður eitt þeirra.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: