- Advertisement -

Er Sigmundur Davíð lyginn eða gleyminn?

„Mér finnst hins vegar blasa við að árin 2013-2016 hafi verið ár glataðra tækifæra.“

Oddný G. Harðardóttir.

„Ég er að hlusta á Sigmund Davíð tala um svakalega erfiða fjárhagsstöðu ríkissjóðs þegar hann tók við 2013 og að hann hafi unnið mikið afrek við að koma á hallalausum fjárlögum 2014 og ná niður verðbólgu,“ skrifar Oddný Harðardóttir, sem var ráðherra í Jóhönnustjórninni 2009 til 2013.

„Staðreyndin er sú að halli ríkissjóðs var samkvæmt fjárlögum 2013 um 3,6 milljarðar króna. Var 216 milljarðar árið 2009. Verðbólga var 18,6% í janúar 2009 en var komin í 3,3% þegar ríkisstjórn SDG tók við,“ skrifar Oddný og svo kom þetta:

„Mér finnst hins vegar blasa við að árin 2013-2016 hafi verið ár glataðra tækifæra þegar enn var slaki í hagkerfinu en möguleiki á uppbyggingu innviða ekki nýttur.

Og hann sagðist hafa hækkað barnabætur. Það er rangt. Hann hélt sömu krónutölu og í fjárlögum 2013. Semsagt raunlækkun.

Gat bara ekki orða bundist.“

Og hana nú.

(Fyrirsögnin er Miðjunnar.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: