- Advertisement -

Er þrengt að Mogganum í hefndarskyni?

„Aðdragandinn er sá að áður en mál þetta kom fram þá voru viðhöfð mjög óheppileg ummæli af stjórnarmeðlimum sem voru ósáttir við fréttaflutning einstakra fjölmiðla…“

Sigurður Örn Hilmarsson.

Ríkisstjórnin vill að hæstu fjölmiðlasstyrkir, til Moggans og Sýnar, verði lækkaðir úr 150 milljónum í 120 milljónir, úr 25 prósentum af heildinni í 22 prósent. Sigurður Örn Hilmarsson, Sjálfstæðisflokki og afleysingamaður fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sagði á Alþingi:

„Hér hefur það verið útfært í þessum lögum um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem nú stendur til að breyta. Ásteytingarsteinninn sem má greina af umræðum hér í þingsal er auðvitað þessi lækkun á þakinu, að færa það niður úr 25% í 22%. Því miður, og það er auðvitað að einhverju leyti hryggilegt, þá er óhjákvæmilegt að líta til aðdragandans,“ sagði Sigurður Örn.

„Aðdragandinn er sá að áður en mál þetta kom fram þá voru viðhöfð mjög óheppileg ummæli af stjórnarmeðlimum sem voru ósáttir við fréttaflutning einstakra fjölmiðla og fannst eðlilegt að beita þeim tækjum sem þeir hafa til að lækka þessa styrki sem hér eru til umræðu,“ sagði Sigurður og hafði sennilegast Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins í huga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…þar skipar Ísland 18. sæti…“

„Það er rétt, eins og hefur komið fram, að hæstvirtur menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra (Logi M. Einarsson) steig af krafti inn í þá umræðu og leiðrétti hvað ríkisvaldinu gengur til með þessum hugmyndum. En eftir stendur samt ásýnd þessa máls, hún er ekki góð þegar litið er á aðdragandann, ummæli einstakra stjórnmálamanna og svo aðgerðirnar, frumvarpið sjálft sem miðar að því að lækka styrki m.a. til þess fjölmiðils sem háttvirtum þingmanni mislíkaði og svo annarrar fréttastofu, Sýnar.

Ég vil bara ítreka þetta varðandi ásýndina af því þetta skiptir sannarlega máli. Ég er ekkert svo viss um að þetta ferli frá A til Ö, þegar það verður gaumgæft, verði t.d. til þess fallið að færa Ísland upp á þeim lista sem getið er um í greinargerð með frumvarpinu: Ísland skipar 18. sæti á lista alþjóðasamtakanna Blaðamanna án landamæra, þar skipar Ísland 18. sæti listans. Eitt af markmiðum með þessum styrkjum og því kerfi sem við höfum er að tryggja frjálsa fjölmiðlun en ég ítreka það bara að ásýnd þessa máls er því miður mjög óheppileg og það verður áhugavert að sjá hvort Ísland færist ofar eða neðar á þessum lista,“ sagði Sigurður Örn Hilmarsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: