- Advertisement -

Fær Benedikt hjálp við að kljúfa Sjálfstæðisflokk?

- Þórir Garðarsson segir marga þingmenn Sjálfstæðisflokks aldrei fallast á hærri vask á ferðaþjónustu.

Þórir Garðarsson, sem er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að frá því að fjármálaráðherra kom fram með tillögu um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna hafi ýmislegt gerst.

„Ekki er allir á eitt sáttir við útspil ráðherrans og rökstuðnings spunameistaranna fjármálaráðuneytisins þar sem lítið

Þórir Garðarsson:
„…að treysta á stuðning stjórnarandstöðunnar sem mun þá hjálpa fjármálaráðherra að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í annað sinn…“

hefur verið gert úr ferðaþjónustunni með allskonar rökum og niðurtali um atvinnugrein á undanþágu, ójöfnuð á milli atvinnugreina ásamt meintum gróða í ferðaþjónustunni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórir er gagnrýnin á vinnubrögðin í málinu og segir ekkert vera stutt með gögnum eða greiningum svo þingmenn geti tekið upplýsta ákvörðum. „Staðan er þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að keyra málið í gegn þarf hún að treysta á stuðning stjórnarandstöðunnar sem mun þá hjálpa fjármálaráðherra að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í annað sinn því margir Sjálfstæðismenn munu aldrei geta fallist á þessa skattahækkun sem mun koma sér verulega illa við ferðaþjónustuna ekki síst á landsbyggðinni,“ skrifar Þórir Garðarsson á Facebook.

Ljóst er að því sem áður hefur komið fram og því sem Þórir skrifar að Bjarni Benediktsson á í vanda. Nokkrir þingmanna munu, að því er þeir segja, ekki fylgja honum og ekki greiða fjármálaáætluninni atkvæði, nema til komi nokkrar breytingar á henni. Fari svo verður það mikið áfall fyrir Bjarna.

Af öllu þessu má einnig sjá að ferðaþjónustan hefur skipulagt varnir sínar, gegn hækkuninni, af kostgæfni og sannfært nokkra þingmenn um að snúast gegn formanni sínum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: