- Advertisement -

Fall krónunnar – hagur útgerðarinnar

Það er búið að einkavæða hafið.

Gunnar Smári skrifar:

Krónan hefur fallið um 8% á einni viku. Við það eykst verðmæti útfluttrar sjávarafurða um 20 milljarða króna á ársgrundvelli. Og krónan á að öllum líkindum eftir að falla enn meira á næstu dögum og vikum.

Í raun er heimurinn að loka mikilvægustu útflutningsgrein Íslendinga, ferðaþjónustuna. Það mun hafa afleiðingar. En fiskurinn er ekki að fara neitt, þrátt fyrir hörmungar vegna kórónavírusins mun fólk áfram þurfa að borða og ekkert sem bendir til verðfalls. Þegar evran fer í 150 kr., þar sem hún er í dag, eykst útflutningsverðmæti sjávarafurða um 45 milljarða króna frá því það var 2018. Ef evran fer í 165 kr. þá eykst verðmætið um 75 milljarða. Það fé mætti nýta til að draga úr skaðanum af falli túrismans.

En því miður, þá er búið að einkavæða hafið og þessi bætti hagur sjávarútvegsins rennur fyrst og fremst til 10-12 fjölskyldna sem munu verða enn auðugri og enn valdameiri í samfélaginu, munu nýta bættan hag sinn til að kaupa upp það sem þær ekki þegar eiga í samfélaginu. Ef ekki verður lagður á gengishagnaðarskattur á útgerðina mun yfirstandandi kreppa færa okkur enn lengra inn í samfélagsgerð sem kalla mætti verstöð Samherja og félaga.

Fylgist með raunverulegri umræðu um samfélagið okkar. Stillið inn á kvótannheim.is klukkan tólf í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: