- Advertisement -

Fall krónunnar vegna hagstjórnarmistaka stjórnvalda?

„Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu. Með íslensku krónuna komumst við ekki upp úr hjólförunum og gamla sagan endurtekur sig aftur og aftur á kostnað almennings,“ sagði Oddný Harðardóttir á þingi fyrir skömmu.

Um fall krónunnar sagði Katrín Jakobsdóttir: „Ég tel ekki að um sé að ræða eina einhlíta skýringu. Vissulega er það svo að umræða um stöðu flugfélaganna og sú staðreynd að ferðaþjónustan vex ekki eins hratt og áður, þar er ekki um samdrátt að ræða en vöxtur ferðaþjónustunnar er minni en áður hefur verið, spilar þar örugglega inn í.“

Oddný staldraði við afleiðingarnar af gengishruninu: „Aðstæður skapast þannig að verðbólgan vex og lánin hækka. Rekstrarstaða heimilanna versnar og fyrirtæki draga saman seglin. Nema útflutningsgreinar, hagur þeirra vænkast á meðan krónan er í lægðinni. Stundum gerist það vegna utanaðkomandi áfalla en oftast vegna þess að stjórnvöld gera mistök og oftast sömu mistökin aftur og aftur enda eru oftast sömu flokkarnir í aðstöðu til þess og núna með stuðningi Vinstri grænna.“

Hún spurði: „Er hæstvirtur forsætisráðherra ekki sammála mér um að fall krónunnar um þessar mundir sé vegna hagstjórnarmistaka stjórnvalda, að þar vegi þungt ákvörðun kjararáðs og að stjórnvöld hafi ekki beitt þeim ráðum og tækjum sem þau búa yfir til að auka jöfnuð?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín svaraði aldrei beint, nema að það væri margar skýringar vegna óvissunnar með gjaldeyrinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: