- Advertisement -

Fjárfestar ætla sér orkufyrirtækin

Við erum að „vakna upp við vondan draum“.

Ragnar Önundarson skrifar:

Vandi okkar felst í að við samþykktum O2 eins og við værum að vinna á færibandi. Við lofuðum að innleiða allt, óséð og án umræðu og þeirrar kynningar sem af umræðu leiðir. Við erum að „vakna upp við vondan draum“, við höfum nú árum saman látið orkufyrirtækin starfa á forsendum einkafjárfestinga, markaðsbúskapar og samkeppni, þó ætlun okkar hafi verið að njóta sjálf þess sem við bjuggum okkur í haginn sl. hálfa öld.

Það bendir allt til að það verði „valtað yfir okkur“, ekki bara af því að landið hefur skuldbundið sig til að gera það. Sáttaleið er til, en hagsmunir standa í veginum. Fjárfestar ætla sér að komast í orkufyrirtækin. Enn er unnt að afstýra því óhappi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: