- Advertisement -

Fjársveltar stofnanir að drukkna undan álagi

Við verðum að eiga inni fyr­ir trausti og geta sýnt fram á ár­ang­ur og niður­stöðu í Sam­herja­mál­inu.

„Héraðssak­sókn­ari er ekki einn í þess­ari stöðu. Per­sónu­vernd er líka að drukkna. Stofn­un­in sem svar­ar nú er­ind­um með orðunum „að vegna mik­illa anna“. Umboðsmaður Alþing­is er í sömu stöðu og hef­ur því ekki getað sinnt frum­kvæðis­rann­sókn­um í lang­an tíma. Sömu sögu er að segja af fleiri mik­il­væg­um eft­ir­lits­stofn­un­um,“ skrifar Björn Leví í Mogga dagsins.

Áður  vék hann að rannsókn á Samherjamálinu. „Ég spurði for­sæt­is­ráðherra á Alþingi síðastliðinn mánu­dag um fjár­mögn­un héraðssak­sókn­ara. Álagið þar hef­ur lengi verið mikið og ekki bætti Sam­herja­málið úr sök. Ég spurði ráðherr­ann því hvort hægt væri að tala um bar­áttu gegn spill­ingu þegar verk­efna­álag sak­sókn­ara eykst bara og eykst. Ráðherra sagðist hafa fulla sann­fær­ingu fyr­ir því að rann­sókn á máli Sam­herja sé í full­um gangi, sem ég er al­veg sam­mála. Ég held líka að þetta mál sé í eins full­um gangi og embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur svig­rúm til, en hvað með öll hin mál­in?“

Eflaust er þetta allt hárrétt hjá þingmanninum. Og ljótt er ef satt er. Mikilvægar stofnanir fjársveltar og geta þeirra því takmörkuð. Meðan grær spillingin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví: „Það sem er á bak við ásýnd­ina um setn­ingu laga um hags­muna­verði og upp­ljóstr­ara og á bak við til­færslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins til Seðlabanka og skatt­rann­sókn­ir frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra eru spurn­ing­ar um hvort það sé inni­hald sem rétt­læt­ir ásýnd­ina. Ef við setj­um lög sem virka ekki út af aug­ljós­um göll­um eða að það vant­ar fjár­magn til þess að sinna eft­ir­liti og rann­sókn­um – er efl­ing trausts á stjórn­mál­um og stjórn­sýslu ekki ein­mitt inni­halds­laus ásýnd­ar­póli­tík? Traust á stjórn­mál­um hef­ur vissu­lega auk­ist und­an­farið og það skipt­ir máli. En það skipt­ir líka máli að það sé inni­stæða fyr­ir því trausti.

Það er nefni­lega ekki allt inni­halds­laust sem þingið af­greiðir. Langt í frá. Al­mennt séð skil­ar þingið góðu starfi en það er í ein­staka mál­um þar sem eitt­hvað ger­ist og sama hvað, þá kom­ast eðli­leg rök ekki í gegn. Til dæm­is í mál­um sem tengj­ast kvóta, eða mál­um sem skipta sér af hags­mun­um (eða skrán­ingu þeirra) og upp­ljóstrun um vald­hafa.

Ásýnd skipt­ir máli en ein og sér er hún gagns­laus. Við verðum að eiga inni fyr­ir trausti og geta sýnt fram á ár­ang­ur og niður­stöðu í Sam­herja­mál­inu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: