- Advertisement -

FJÓRIR SÓSÍALISTAR Á ÞING

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi Sósíalistaflokkurinn fjóra þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki boðið fram til þings. Samkvæmt sömu könnun myndi VG tapa fjórum þingmönnum og sömuleiðis Flokkur fólksins, sem er rétt undir 5% þröskuldinum. Ef Flokkur fólksins næði yfir hann myndi hann taka einn þingmanna af Sósíalistum og sitthvorn af Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.

Annars eru breytingar á þingheimi þessar samkvæmt könnuninni (innan sviga er breyting frá kosningum):

 • Ríkisstjórn:
 • Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn (+/–0)
 • VG: 7 þingmenn (–4)
 • Framsókn: 6 þingmenn (–2)
 • Ríkisstjórn samtals: 29 þingmenn (–6)
 • Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):
 • Samfylkingin: 9 þingmenn (+2 þingmenn)
 • Píratar: 8 þingmenn (+2 þingmenn)
 • Viðreisn: 7 þingmenn (+3 þingmenn)
 • Stjórnarandstaða I samtals: 24 þingmenn (+7)
 • Stjórnarandstaða II (nýhægri):
 • Miðflokkurinn: 6 þingmenn (–3)
 • Flokkur fólksins: 0 þingmenn (–2)
 • Stjórnarandstaða II samtals: 6 þingmenn (–5)
 • Stjórnarandstaða III (vinstrið utan þings):
 • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: