- Advertisement -

Flokkarnir lengst til vinstri

Gunnar Smári skrifar:

„Alþýðufylkingin fékk 118 atkvæði í sínum fyrstu kosningum 2013. Í þessu samhengi eru 8.181 atkvæði Sósíalistaflokksins hálf skrítin niðurstaða.“

Með framboði Kommúnistaflokksins 1931 varð til valkostur til vinstri við Alþýðuflokkinn. Þessir valkostir kallast Samfylkingin og VG í dag. Kommúnistar fengu 3,1% fylgi árið 1931, 1.165 atkvæði. Síðan þá hafa komið fram nokkur ný framboð til vinstri við stofnanaflokkana tvo til vinstri. Fylkingin bauð fyrst fram 1974 og fékk 201 atkvæði, Kommúnistaflokkurinn bauð einnig fyrst fram 1974 og fékk 121 atkvæði, Verkamannaflokkurinn bauð fram 1991 og fékk 99 atkvæði, Anarkistar á Íslandi fengu 204 atkvæði í sínum einu kosningum 1999 og Alþýðufylkingin fékk 118 atkvæði í sínum fyrstu kosningum 2013. Í þessu samhengi eru 8.181 atkvæði Sósíalistaflokksins hálf skrítin niðurstaða.

Mögulega mætti flokka Regnbogann, framboð sem Jón Bjarnason kom að 2013, með þessum, en það fékk 1.1% fylgi og 2.021 atkvæða. En líklega er eðlilegra að stilla því upp á milli stofnanaflokkanna tveggja. Önnur ný framboð í vinstrinu eru öll milli flokkana; tilraun til að færa kratana til vinstri: Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Þjóðvaki, jafnvel Þjóðvarnarflokkurinn. Bandalag jafnaðarmanna er síðan klofningur til hægri úr Alþýðuflokknum, líklega Íslandshreyfingin líka.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: