- Advertisement -

Flokkurinn og kirkjan hafa staðnað

Pólitík er þess eðlis að mikil reynsla kemur sér vel.

Ragnar Önundarson skrifar:

Orðin „hreyfing“ og „stofnun“ eru lýsandi. Fólk laðast að hreyfingum, lífi, en forðast stofnanir, stöðnun. Upphafið er oftast hreyfing. ASÍ, Kirkjan og Sjstflokkurinn urðu smám saman stofnanir. ASÍ er að bjarga sér með nýjum forseta og nýtur samflotsins við VR og Eflingu, Kirkjan og Flokkurinn þurfa að athuga sinn gang.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Blandaður hópur er bestur.

Fólk er í líkamlegu hámarki um þrítugt, í andlegu um sextugt. Eldra fólk fer hægar yfir og gerir færri mistök. Ungu fólki fylgir kraftur. Blandaður hópur er bestur, þegar fólk hefur þolinmæði og umburðarlyndi til að meta viðhorf og reynslu hvers annars. Pólitík er þess eðlis að mikil reynsla kemur sér vel. Öflugasti leiðtoginn á að vera formaður, sá næst-öflugasti varaformaður svo samfella geti orðið í forystunni til lengri tíma litið. Að velja fulltrúa hópa í embættin er ekki gott fyrir neinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: