- Advertisement -

Flóttamannabúðir ríkisstjórnarinnar

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

Er það svona sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vill láta minnast sín? Fyrir að búa til flóttamannabúðir til að koma í veg fyrir að fjölskyldur geti vakið athygli á því þegar stjórnvöld rækja ekki rannsóknarskyldu sína, málsmeðferðarreglu eða sinna því að hafa mannúð að leiðarljósi? Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en hefur ítrekað verið mótmælt af þeim sem hvað helst berjast fyrir mannúð í málefnum fólks í leit að vernd og í kjölfarið slegin út af borðinu. En á lokaári þessa kjörtímabils verður þetta svar ríkisstjórnarinnar við þessum orðum sínum í stjórnarsáttmála: „Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: