- Advertisement -

Fólk óttast að segja sloðanir sínar

Katrín Baldurdsdóttir:

„Sósíalistaflokkurinn vill taka völdin af auðvaldinu og þorir að segja það beint út.“

Núverandi stjórnvöld hreykja sér gjarnan af því að við lifum í svo góðu frelsis-og lýðræðisþjóðfélagi. Samt er alltof margt fólk á Íslandi sem þorir ekki að segja skoðanir sínar upphátt af ótta við að vera rekið úr vinnu, fá ekki vinnu eða vera hunsað á annan hátt af þeim sem fara með völdin á hverju stað. Ég var eiginlega sjokkeruð þegar ég heimsótti hina ýmsu staði á landinu fyrr í sumar með Sósíalistarútunni og spjallaði við fólk. „Konan mín verður kannski rekin úr vinnunni,“ sagði einn. „Við tölum ekki um það upphátt ef við höfum aðrar skoðanir en þeir sem ráða á þessu svæði,“ eða „Það fellur ekki í kramið að vera sósíalisti hér,“ eða „Við erum búin að missa vonina um að eitthvað breytist, svo sterk eru ítök þeirra sem ráða á svæðinu.“ „Það er ekkert hlustað á vilja bæjarbúa.“ Svona ummæli voru algeng og alltof margir búnir að gefast upp á möguleikanum á lýðræði.

Svör þeirra sem ráða á Íslandi eru gjarnan þau að fólk hafi jú frelsi til að kjósa það sem það vill í þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. Vandamálið er hins vegar að kjörnir stjórnmálamenn eru alltof margir á valdi auðvaldsins og reka erinda þess. Erinda þeirra sem eiga peningana og stjórna bak við tjöldin. Þetta vita langflestir. En auðmennirnir hafa aldrei verið kjörnir til að fara með völdin í lýðræðislegum kosningum. Lýðræðið er þannig bara skraut sem er hengt upp á tyllidögum en svo tekið niður jafnóðum þess á milli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín:

Ójöfnuðurinn í heiminum er mjög gott dæmi um birtingarmyndina.

Það sama gildir um önnur vestræn þjóðfélög og mörg önnur. Flest þessara ríkja einkennast af kapítalisma og nýfrjálshyggju þar sem þeir ríku hrifsa til sín æ meiri auð og völd. Og gera allt til að viðhalda því kerfi. Ójöfnuðurinn í heiminum er mjög gott dæmi um birtingarmyndina. Auðmenn og stórfyrirtæki hafa svo sterka stöðu gagnvart almenningi að það er ekkert annað í stöðunni en að líta á þessa aðila sem andstæðinga sem verður að berjast gegn. Það er ekki hægt að semja við þá. Það er búið að reyna það trekk í trekk, til dæmis af sósíaldemókrötum, en það gengur ekki. Ójöfnuðurinn vex bara og vex.

Sósíalistaflokkurinn vill taka völdin af auðvaldinu og þorir að segja það beint út. Það er fólkið, almenningur, sem á að hafa raunverulega um það að segja hvernig umgjörð er um líf þess, hvernig arðinum af auðlindunum er skipt á milli fólks, hvernig málum er háttað í þeirra nærumhverfi, í skólanum, á vinnustaðnum, í hverfinu, í stéttarfélaginu osfrv. Ef fólk missir vonina um að eitthvað breytist vegna þess að það hefur á tilfinningunni að það hafi engin völd, þá sér það ekki tilgang í að mæta eða að reyna taka þátt. Þessu þarf að breyta og færa almenningi völdin. Er það hægt? Já segjum við sósíalistar. Það þýðir ekki að missa vonina. Þá gerist ekkert.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: