- Advertisement -

Fréttabann eða áhugaleysi?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hitt er trúlegra að það taki lengri tíma fyrir Bjarna og Sigurð Inga að fá Katrínu til að fá Katrínu til að falla frá helstu áherslum Vinstri grænna.

Logi formaður Samfylkingarinnar er í París. Hvar eru hinir?

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa setið svo vikum skiptir einir á fundum og ekkert hefur spurst út hvernig þeim gangi að klambra saman ríkisstjórn. Þeir vilja ekkert segja um hvað þeir ræða og hvað ekki. Og það virðist gilda. Fjölmiðlar virða fréttabannið.

Við sem höfum starfað við fréttir vitum að þau sem næst ráðherrunum standa vita eitt og annað. Þau sem eru þarnæsta hring vita líka eitt og annað. Það er flóð frétta en okkur er sagt. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi vilja ekki að okkur séu sagðar fréttir. Við það situr.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Grunsamlegt er hversu langan tíma þau hafa setið í leynifundunum. Kannski hafa þau samið stjórnarsáttmála og liggja á honum. Þá er það frétt. Hitt er trúlegra að það taki lengri tíma fyrir Bjarna og Sigurð Inga að fá Katrínu til að fá Katrínu til að falla frá helstu áherslum Vinstri grænna.

Getuleysi stjórnarandstöðunnar er merkileg. Það síðasta sem fréttist af gjörvallri stjórnarandstöðunni er að Logi Einarsson fékk sér rauðvínsglas á götukaffihúsi í París. Eins fjarri átakapunktinum og hugsast getur. Þannig er nú það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: