- Advertisement -

Fyrirtæki Samherja kærir dómara

Dómsmál Dótturfyrirtæki Samherja leggur fram kæru í dag á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara.  Ingveldur er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit þegar hún veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar hjá Samherja í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í kærunni er Ingveldur sögð hafa brotið gegn lögum með því að vanrækja að kanna hvort bankinn hefði heimild fyrir húsleitinni. Brot varðar sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fyrirtækið telur einnig að Ingveldur hafi brotið gegn sakamálalögum með því að varðveita ekki neinn gögn eða fylgiskjöl sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: