- Advertisement -

Fyrrverandi framkvæmdastjóri SGS vill að Vilhjálmi verði komið úr forystu

„Þá bregður svo við að forysta SGS, sem samdi um kaupmáttarrýrnun í 10% verðbólgu fyrir sitt fólk, fer gegn baráttu Eflingar með kjafti og klóm.“

Skúli Thoroddsen.

„Sú var tíðin að Dagsbrún, forveri Eflingar tók slaginn fyrir verkafólk, ekki bara í kjaramálum heldur einnig samfélagslega svo sem varðandi húnsæðismál og félagslegt öryggi eins og nú þegar allt er undir,“ segir Skúli Thoroddsen, fyrrum framkvæmdastjóri Starfsgeinasambandsins, á Facebook.

„Aðrir nutu góðs af. Þá bregður svo við að forysta SGS, sem samdi um kaupmáttarrýrnun í 10% verðbólgu fyrir sitt fólk, fer gegn baráttu Eflingar með kjafti og klóm, í stað þess að styðja hana með ráðum og dáð. Sei, sei, segi ég nú bara. Vandinn er ekki sá að segja sig úr SGS, heldur skipta um forystu á þeim bæ með afli Eflingar og öðrum félögum SGS sem þora og vilja.“

Þetta eru þung orð frá fyrrverandi framkvæmdastjóra SGS, og fyrrum starfsmanni Dagsbrúnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: