- Advertisement -

Gámar mynda blint horn – slysagildru

Þó margt gott hafi verið gert fyrir okkur sem viljum umfram annað fara um á hjólum, vantar nokkuð upp á, til að allt sé í fínasta lagi. Á myndinni hér að ofan er skýrt dæmi um slæmt hugarfar. Rétt ofan við Tengi við Smiðjuveg hefur Kópavogsbær heimilað að gámar séu geymdar þar sem akvegur og göngu- og hjólastígur mætast, og mynda þar stórhættulegt blindhorn. Afleidd ákvörðun bæjaryfirvalda í Kópavogi.

Annars er þrennt sem fólk á reiðhjólum þarf að varast sérstaklega.

  • Ungar konur á bílum eru oftar í símanum en ekki. Stórhættulegar.
  • Unglingsstrákar á „vespum“ sem þeir aka á göngu- og hjólastígum. Oft tveir eða þrír á hverju hjóli og stundum allir í símanum – á fleygiferð.
  • Svo eru það áskrifendur Moggans. Eldri karlar sem þola ekki fólk á reiðhjólum. Keyra eins oft, og þeir koma því við, í veg fyrir fólk á reiðhjólum. Eiga það sameiginlegt að vera fýldir á svipinn. Lesa hinn illa anda í garð hjólreiðafólks í blaðinu sínu. Og fylgja foringjanum.

Annað er flest frábært. Þó er nauðsynlegt að aðskilja víðar göngu- og hjólreiðastíga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: