- Advertisement -

Gervihommar sem áreita konur

Ásmundur Friðriksson skrifar á Facebook:

Það er verulega óþægilegt fyrir nágranna hælisleitenda á Ásbrú, sem hafa mátt þola nafnlausar hringingar og hótanir á erlendu tungumáli, að sjá frétt um hælisleitenda á Ásbrú sem tók upp á því að safna geymasýru. Ekki dettur mér það til hugar að fallegur og góður ásetningur liggi þar að baki en kann það þó að vera að ég hafi rangt fyrir mér. Í nýútkominni skýrslu lögreglunnar segir að í hópi hælisleitenda séu einstaklingar sem villt hafa á sér heimildum þegar þeir hafa sótt um landvist. Þeir hafa sagst vera samkynhneigðir og því verið í bráðri hættu í heimalandi sínu en eru síðar staðnir að því að áreita konur hér á Íslandi. Þá hafi þeir þegið félagslega aðstoð en standa sumir hverjir í milljónatuga peningasendingum frá Íslandi til annarra landa. Hvaða þvæla er það? Nú hafa margir stigið fram og bent á hvað sé á seiði. Jafnvel þeir sem sóttu hvað harðast að mér þegar ég varaði við þessari þróun fyrir nokkrum árum sitja nú sömu megin við borðið. Tökum tillit til þess sem lögreglan segir og tökum mark á viðvörunum þeirra og áhyggjum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: