- Advertisement -

Getur Katrín ein verið forsætisráðherra?

Gunnar Smári skrifar:

Hlutverk Katrínar er farið að renna saman við hlutverk Guðna Th., þau eru bæði í því að hrósa þjóðinni og hafa þungar áhyggjur af hinu og þessu.

Ég heyrði af spjalli fólks í hlaðvarpsþættir Ríkisútvarpsins um kosningarnar að enginn kæmi eiginlega til greina sem forsætisráðherra nema Katrín Jakobsdóttir. Þetta finnst mér undarleg kenning. Það hefur alls konar fólk verið forsætisráðherrar í ágætri sátt við þjóðina og sumt af því fólki hrapað nokkuð óvænt inn í embættið; til dæmis Sigurður Ingi Jóhannsson og Jóhanna Sigurðardóttir og í raun Geir H. Haarde og Sigmundur Davíð líka.

Eftir að efnahagsmálin voru flutt úr forsætisráðuneytinu er þetta embætti orðið æði skrítið; hlutverk Katrínar er farið að renna saman við hlutverk Guðna Th., þau eru bæði í því að hrósa þjóðinni og hafa þungar áhyggjur af hinu og þessu. Sigmundur, Sigurður og Bjarni hafa verið í þessu hlutverki og ég er ekki í nokkrum vafa um að Logi, Þorgerður Katrín, Þórhildur Sunna eða Inga Sæland myndi skila þessu starfi af sér af trúmennsku og nokkrum stæl. Forsætisráðherrar njóta alltaf nokkurs velvilja meðan þeir eru í starfi en svo gleymast þeir furðu fljótt. Fáir sakna gamalla ráðherra. Það er eiginlega alveg óþekkt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: