- Advertisement -

Gjaldþrot og sigling til Þýskalands

Guðni Ölversson skrifar:

Hrafn Sveinbjarnarson III í reynslusiglingu utan við Ulsteinvik á Sunn-Mæri. Báturinn var smíðaður hjá Kleven skipasmíðastöðinni árið 1963. Nú er þessi 81 ára gamla skipasmíðastöð gjaldþrota og nýir eigendur að teknir við þrotabúinu. Stöðin var um tíma hluti af Kværner samstæðunni en fjórir synir gamla Kleven keyptu hana aftur árið 2018. Nú er fjölskyldureksturinn allur og Green Yard Group tók reksturinn yfir sl. nótt. Fallegur bátur Hrafn þriðji.

Viðbót: Ég þekki mann sem var stýrimaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni lll. Sá hafði eðlilega þurft að þola margt á sjónum. Hann sagði samt að það erfiðasta sem hann hefði þurft að takast á við var þegar þeir á Hrafni Sveinbjarnarsyni lll sigldu til Þýskalands. Þegar þeir nálguðust Þýskalands og þurftu að melda sig við þýska radíóstöð var okkar maður á stýrisvaktinni. Hann talaði svo sem ágæta ensku, enga þýsku. Starfsmaðurinn í radíóinu talaði sína þýsku og takmarkaða ensku. Gott og vel með það. Stýrimaðurinn sagði það eitt að segja þeim þýska nafn bátsins, Hrafn Sveinbjarnarson lll, hafi verið hrein pína.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: