- Advertisement -

Göfugt frumvarp – en stórgallað

Hvaða áhrif hefur þetta á íslenska neytendur?

„Ekki er einfalt að fjalla um frumvarpið sem hér liggur fyrir, frumvarp um breytingu á búvörulögum. Ég átta mig á markmiðum flutningsmanna og ég held að ég skilji rétt af hvaða ástæðu þetta frumvarp er lagt fram, sem er sú að styrkja grunn sauðfjárbænda sérstaklega og þar með búfestu víða um land. Að þessu leyti er markmið frumvarpsins dálítið göfugt — ekki dálítið, það er göfugt. En frumvarpið er hins vegar stórgallað.“

Svo mælti Óli Björn Kárason á Alþingi.

„Annað sem ég hef áhyggjur af er ásýnd bænda, sú ímynd sem verður til af bændum þegar verið er að opna þær dyr að hér verði bara einn aðili sem sinni öllu starfi er kemur að afurðastöðvum, bara ein stór afurðastöð,“ sagði Óli Björn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Og þá eru tvær spurningar, bara tvær spurningar, sem háttvirt atvinnuveganefnd þarf að leita svara við. Hvaða áhrif hefur þetta frumvarp, verði það að lögum, á bændur, á sauðfjárbændur sérstaklega, og hvaða áhrif hefur það á búfestu í landinu? Þetta er fyrri spurningin. Síðari spurningin er: Hvaða áhrif hefur þetta á íslenska neytendur? Svör við þessum tveimur spurningum verða að liggja skýr fyrir áður en frumvarpið er samþykkt á þingi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: