- Advertisement -

Gúanóútgerðirnar fóru gegn þjóðinni

Gúanóútgerðirnar töldu sig eiga makrílinn

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar, skrifar skýrslu sem birt er í Mogganum í dag.

„Mikið vill meira seg­ir gam­all máls­hátt­ur. Þeim út­gerðum sem höfðu veitt mak­ríl hömlu­lítið í bræðslu, eða í „gú­anó“ eins og það er kallað, djúpt und­an Aust­ur­landi þótti að sér vegið,“ segir Jón í skýrslunni, þar sem hann talar um hina umdeildu úthlutun á makrílkvóta sem varð kveikjan að þekktu dómsmáli.

„Þess­ar út­gerðir fengu reynd­ar svipað magn í sinn hlut og þær höfðu veitt árið á und­an og því ekki neitt frá þeim tekið. En þær vildu fá fleiri tonn úr hinum vax­andi mak­ríl­stofni í sinn hlut. Og þær kærðu ráðstöf­un ráðherra til dóm­stóla. Héraðsdóm­ur hafnaði kröf­um þeirra og kvað upp þann vel rök­studda dóm að ráðherra hefði haft fulla heim­ild til þess­ara aðgerða varðandi mak­ríl­inn. Útgerðirn­ar undu því illa og kærðu héraðsdóm­inn áfram til hæsta­rétt­ar. Þá heyrðist sama fóta­takið og ég kannaðist við úr tröpp­um ráðuneyt­is­ins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áfram með söguna: „Nú var kallaður í dóm­inn fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, gam­all ráðuneyt­is­stjóri úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu og einn af aðal­höf­und­um kvóta­lag­anna sem nú átti að fara að dæma eft­ir. Þau lög voru þá eins og nú póli­tískt mjög um­deild. Ekki ætla ég hér að segja að nær­vera hins gamla ráðuneyt­is­stjóra kvóta­laga­ár­anna hafi haft áhrif á dómsorðin. En óneit­an­lega var það kynd­ugt að rík­is­lögmaður skyldi ekki víkja fyrr­ver­andi ráðuneyt­is­stjóra sjáv­ar­út­vegs­mála úr dómn­um svo tengd­ur sem hann var fyrri póli­tískri vinnu í mál­inu.“

ÞÆR ÚT­GERÐIR SEM REYND­UST MÉR ERFIÐAST­AR Á SÍN­UM TÍMA GANGA NÚ FRÁ BORÐI MEÐ „ÖNG­UL­INN Í RASS­IN­UM“.

Áfram skrifar Jón:Hæstirétt­ur sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi þess­um bræðslu­út­gerðum mak­ríl­kvót­ann sem út­hlutað hafði verið á aðra báta­flokka og gerði ríkið auk þess skaðabóta­skylt eins og kunn­ugt er. Auk þess að fá meint­an kvóta þeirra dæmd­an til baka kröfðust þær nú rúm­lega tíu millj­arða í bæt­ur. All­ar þess­ar út­gerðir höfðu þó hagn­ast veru­lega á ákvörðunum ráðherra í aukn­um verðmæt­um afl­ans. Og raun­ar höfðu þess­ar mak­ríl­göng­ur inn í ís­lenska lög­sögu komið upp­haf­lega eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur upp í hend­urn­ar á þeim, án þess að mikl­ar fjár­fest­ing­ar hefðu komið á und­an. Ráðherra hafði staðið fast í fæt­ur gagn­vart kröf­um ESB og tryggt ís­lensku þjóðinni allri rétt­inn til mak­ríl­veiðanna.“

Meira um dóminn: „Það er mín skoðun að hæstirétt­ur hafi brugðist þjóðinni í þessu máli og gengið í lið með ein­stök­um „kvóta­greif­um“ og dæmt gegn þeirri laga­grein sem hon­um bar fyrst og fremst að horfa til, það er: „Nytja­stofn­ar á Íslands­miðum eru sam­eign ís­lensku þjóðar­inn­ar. Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta at­vinnu og byggð í land­inu.“ Þessi dóm­ur sýn­ir fram á hversu and­stæð laga­túlk­un get­ur verið hags­mun­um þjóðar­inn­ar.

Þær út­gerðir sem reynd­ust mér erfiðast­ar á sín­um tíma ganga nú frá borði með „öng­ul­inn í rass­in­um“ eins og sagt er, hvort sem þær gefa frá sér þess­ar bóta­kröf­ur vegna mak­ríls eða ekki. Þær eiga líka eft­ir að sanna tjón sitt vegna reglu­gerðar­inn­ar sem er þeim ekki svo auðvelt.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: