- Advertisement -

Guðlaugur Þór vill loka göngudeildinni

Innan utanríkisráðuneytisins er „göngudeild“. Hana skipa sendiherrar sem hafa ekki sendiráð. Eru í einhverskonar geymslu í ráðuneytinu við Rauðarárstíg. Guðlaugur Þór Þórðarson vill að eftirleiðis verði ekki fleiri sendiherrar en sem nemur fjölda sendiráða. Engir verði á „göngudeildinni“.

Lesa má þetta í Mogganum í dag:

-Gunn­ar Páls­son sendi­herra er hvass­ari í gagn­rýni sinni á frum­varpið og seg­ir til­lög­urn­ar lík­leg­ar til að veikja stöðu ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar og hafa nei­kvæð áhrif til lengri tíma litið. ,,Það er illa rök­stutt, rugl­ings­legt og mót­sagna­kennt, auk þess sem það kynd­ir und­ir til­efn­is­lausa tor­tryggni í garð einn­ar starfs­stétt­ar stjórn­ar­ráðsins,“ seg­ir Gunn­ar, sem legg­ur til að það verði dregið til baka og þess í stað ráðist í yf­ir­grips­meiri skoðun á starfs­hátt­um ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar, m.a. með hliðsjón af nú­tíma mannauðsstjórn­un­ar­sjón­ar­miðum.-

Enginn utanríkisráðherra hefur verið eins stórtækur við skipan nýrra sendiherra og Davíð Oddsson. Hann sat í um eitt ár og skipaði ellefu sendiherra á þeim tíma. Um einn á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson var stórtækur í utanríkisráðuneytinu og skipaði sendiherra mánaðarlega.

Á því ári sem Davíð Oddsson var utanríkisráðherra skipaði hann fjölda nýrra sendiherra.

Hér er upprifjun frá þeim tíma:

„Á undanförnum árum hafa pólitískar embættisráðningar í utanríkisþjónustunni aukist til muna. Af forstöðumönnum á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólitískt skipaðir eða um 45 prósent,“ segir í bréfi starfsmannaráðs utanríkisráðuneytisins eftir að Davíð lét af störfum.

Þar segir og að starfsmannaráðið að þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vestrænum ríkjum.

Einnig segir í bréfinu að pólitískt skipaðir sendiherrar sitji lengur í embættum erlendis en faglega ráðnir kollegar þeirra. Hinir pólitískt ráðnu taki að jafnaði ekki við skrifstofustjórastörfum í ráðuneytinu, líkt og sendiherrar úr röðum embættismanna geri.

Á sama tíma var gnótt sendiherra án sendiráða.

„Fullyrðing Starfsmannaráðsins þess efnis að pólitískum ráðningum hafi fjölgað á síðustu árum á við rök að styðjast. Davíð Oddsson skipaði tíu sendiherra á því rúmlega eina ári sem hann var utanríkisráðherra. Þar af voru tveir embættismenn úr ráðuneytinu sem hættu fljótlega. Af hinum átta voru sjö ráðnir á augljósum pólitískum forsendum. Þetta voru þeir Albert Jónsson og Ólafur Davíðsson sem komu með Davíð úr forsætisráðuneytinu. Í þessum hópi voru jafnframt Markús Örn Antonsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,“ sagði í blaðagrein frá þessum tíma.

Allt þetta fólk var skipað í stöðu sendiherra, án þess að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu til lengri tíma. Í bréfinu til ráðherrans segir að þetta stingi í stúf við þá áherslu að forstöðumenn á sendiskrifstofum hafi aflað sér víðtækrar reynslu í utanríkisþjónustunni.

Á sama tíma var gnótt sendiherra án sendiráða, þeir voru á „göngudeildinni“ í ráðuneytinu við Rauðarárstíg.

-sme



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: