- Advertisement -

Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Vantar óháða rannsókn


Helga Vala Helgadóttir skrifar:

Í gær spurði ég forsætisráðherra ýmissa spurninga um framhald og vonandi lok Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem stjórnvöldum ber að mínu mati skylda til að ljúka fumlaust og með sóma eftir nærri fimm áratugi. Það er ekki í boði að halda áfram að draga málið, nú þarf að framkvæma óháða rannsókn á því hvað átti sér stað þarna og má spyrja sig hvort nauðsynlegt er, vegna tengsla hérlendis og mögulegrar meðvirkni með þeim sem á einhverjum tímapunkti komu að verkinu, að fá erlenda aðila til að ljúka rannsókn á því sem þarna fór fram. Klárum verkið, okkur öllum til hagsbóta og síðast en ekki síst tryggjum að miskabætur verði með þeim hætti að forvörn skapist svo svona réttarmorð gerist aldrei nokkru sinni aftur á Íslandi.

Greinin er fengin af Facebooksíðu Helgu Völu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: