- Advertisement -

Hafa auglýst jarðarför miðbæjarins

Vigdís Hauksdóttir og Dagur B. Eggertsson.

„Tillögu minni um að opna Laugaveginn og Skólavörðustíg fyrir bílum og að Laugavegurinn yrði á ný einstefnugata var vísað frá í borgarráði,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á borgarstjórnarfundi.

„Nú er afar lítið af gangandi fólki á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg og fjölda verslana og veitingastaða hafa nú þegar lokað vegna stefnu meirihlutans og einnig vegna COVID-19. Til að bjarga rekstri á þessu svæði verður tafarlaust að opna fyrir bílaumferð til að reyna að lífga svæðið. Þeir sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 verða að nota fjölskyldubílinn til að athafna sig við innkaup og forðast margmenni. Einnig lagði ég til að í lok sumars yrði gerð könnun meðal verslunar- og veitingahúseigenda við þessar götur svo og íbúa hvernig tekist hafi til með opnun þessara gatna. Viðbrögð Reykjavíkur við COVID-19 var m.a. frestun greiðslna á fasteignasköttum.“

Að endingu þetta: „Verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar hafa lent í tekjufalli undanfarnar fjórar vikur en nú um mánaðamótin bárust greiðsluseðlar sem eru gjaldfallnir núna. Það er sérlega ósvífið af borginni að senda greiðsluseðla í ljósi ástandsins. Það er blaut tuska í andlit þessara aðila sem ætla að reyna að standa áfallið af sér. Meirihlutinn hefur auglýst jarðarför miðbæjarins, slökkt ljósin og hent lyklunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: