- Advertisement -

Hafa VG og Framsókn engu að tapa?

Vinstri græn og Framsókn, stuðningsflokkar Sjálfstæðisflokksins, hafi eflaust engu að tapa við að halda áfram stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir allt og allt. Fylgi flokkanna er með þeim hætti, að eflaust er það metið sem svo að það geti ekki versnað enn og því sé rétt að halda áfram fram að kosningunum í september. Flýtur á meðan ekki sekkur.

Staða beggja flokkanna er aum. Í viðbrögðum formanna þeirra er engin sannfæring. Þau eru nánast ómarktæk. Kosningar nú yrðu báðum flokkum hættuspil. Það stór sér á flokkunum. Fylginu og viðhorfum til flokkanna. Út frá stöðu flokkanna er sennilega best að bíða með kosningar eins lengi og unnt er. Í von um að staðan batni.

Enn og aftur eru það spillingarmál sem skekja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn heldur ekki út í heilt kjörtímabili. Hefur ekki gert það frá kjörtímabilinu 2003 til 2007. Þrátt fyrir margar tilraunir. Þrátt fyrir það er það svo að stuðningsflokkunum er refsað. Ekki Sjálfstæðisflokknum. Í þeirri vissu hikar Bjarni Benediktsson hvergi. Fer sínu fram. Öruggur með sig. Hans er valdið.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: