- Advertisement -

Hagsmunir leigjenda vegi þyngra

Að mínu mati er óviðunandi að leigjendur sæti lakari réttarstöðu.

Ásmundur Einar Daðason hefur mælt fyrir frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að staða leigjenda verði styrkt. Það er þeirra sem leigja íbúðarhúsnæði hjá vinnuveitenda sínum. Missi það fólk vinnuna er nánast öruggt að það missi íbúðina samtímis.

„Að mínu mati er algjörlega óviðunandi að leigjendur þurfi að sæta því að búa við lakari réttarstöðu en almennt gildir af þeirri ástæðu einni að þeir hafi fengið húsnæði á leigu hjá vinnuveitanda sínum,“ sagði ráðherrann þegar mælti fyrir frumvarpinu.

„Vissulega getur vinnuveitandinn haft mikla hagsmuni af því að geta ráðstafað húsnæðinu til annars starfsmanns en ég tel það ekki geta réttlætt að þeim starfsmanni sem þar býr sé gert að yfirgefa það þegar í stað við starfslok. Þess í stað verður að veita viðkomandi ráðrúm til að bregðast við hinum breyttu aðstæðum sem starfslokum fylgja og finna sér nýtt húsnæði. Nógu íþyngjandi er að missa bæði atvinnu sína og húsnæði, hvað þá að þurfa að rýma og skila húsnæðinu til vinnuveitandans strax við lok ráðningarsambandsins. Í því efni er nauðsynlegt að löggjafinn láti húsnæðisöryggi leigjenda vega þyngra en hagsmuni vinnuveitenda af því að geta ráðstafað hinu leigða íbúðarhúsnæði til annars starfsmanns,“ sagði Ásmundur Einar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Með frumvarpinu er aftur á móti lagt til að uppsögn tímabundinna leigusamninga verði heimiluð í tengslum við starfslok leigjenda enda geti bæði starfsmaður og vinnuveitandi haft ríka hagsmuni af því að losna undan samningsskuldbindingum sínum við þær aðstæður vegna breyttra forsenda, hvort sem samningur er tímabundinn eða ótímabundinn. Veita þarf vinnuveitanda svigrúm til þess að segja upp slíkum samningi þannig að annar starfsmaður geti fengið húsnæðið á leigu en þó innan ákveðinna tímamarka og með þeim hætti að sá starfsmaður sem láti af störfum missi húsnæðið ekki þegar í stað við starfslokin, heldur eigi rétt á uppsagnarfresti af hálfu leigusalans.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: