- Advertisement -

Hannes Hólmsteinn og heimurinn

70 milljónir manna eru á flótta í heiminum, meirihlutinn eru börn og unglingar.

Guðmundur Gunnarsson skrifar:

Þessi ummæli eru hreint út sagt óskiljanleg.
Hvað er það sem kynslóð Hannesar Hólmsteins hefur skilað til unga fólksins? Ein helsta ógn mann­kyns­ins er gríð­ar­leg fólksfjölgun. Það hefur leitt til ofnýt­ingu auð­linda jarð­ar­inn­ar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 voru um 1500 millj­ónir manna á jörð­inni og hann hefur fimmfaldast á þeim tíma sem kynslóð Hannesar skipulagði málin undir stjórn sérhyggjunnar og hafnaði félagshyggjunni.
Öll umhverfis­vanda­mál heims­ins, þar með talin hlýnun jarð­ar­innar eru afleið­ing þessa og græðgi sérhyggjunnar hefur valdið loft­meng­un, jarð­vegs­meng­un, jarð­vegseyð­ing, plast­mengun og nú blasir við skortur á vatni eru víða ógnir við líf­verur bæði á landi og í sjó.
Kynslóð Hannesar Hólseins og stefna sérhyggjunnar hefur staðið að því að meira en 60% af öllum auð­lindum lands og sjávar eru ofnýttar sen hefur aukið styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti. 70 milljónir manna eru á flótta í heiminum, meirihlutinn eru börn og unglingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: