- Advertisement -

HARKA Í HAGSMUNAGÆSLUNNI

Í þessari ákvörðun ráðherrans kemur fram óvenju mikil harka í hagsmunagæslu fyrir laxeldismenn.

Árni Gunnarsson.

Árni Gunnarsson skrifar:

Morgunblaðið segir frá því í dag, að fram hafi komið gagnrýni á ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að láta aðstoðarmann sinn, Gunnar Atla Gunnarsson starfa með hópi, sem fjallað hefur um stefnumörkun í fiskeldi. Ástæðan er einföld: Hann hafi sterk fjölskyldutengsl inn í fiskeldisfyrirtæki og sé mágur fjármálastjóra Arctic Fish, eins stærsta laxeldisfyrirtækis her á landi. Það er Óðinn Sigþórsson, fulltrúi veiðiréttareigenda í fyrrnefndum starfshópi, sem hefur gagnrýnt þessa ákvörðun ráðherrans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á fiskeldi. Óðinn bendir á, að þar sé fjallað um gildi umsókna um fiskeldisleyfi, sem geti varðað gífurlega fjárhagslega hagsmuni.

Í þessari ákvörðun ráðherrans kemur fram óvenju mikil harka í hagsmunagæslu fyrir laxeldismenn. Ákvörðun af þessu tagi er siðferðilega röng og ætti ráðherrann að draga hans þegar til baka.

Það á að vera hlutverk Alþingis, að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu, einkum ef það gerist sekt um ranga embættisfærslu. Þingið á tvímælalaust að krefja ráðherra svara í þessu máli og stöðva þessa hagsmunagæslu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: