- Advertisement -

Hefur fengið mörg bankaáföll

…að það séu einkum seðlabankastjórar sem verði fyrir alþjóðlegum bankaáföllum…

Jón Örn Marinósson skrifaði:

Ég hef ekki tölu á hversu oft um ævina ég hef fengið bankaáfall. Tilfinnanlegast var þó bankaáfallið sem ég fékk síðsumars árið 1988 þegar vextir af láni sem ég skuldaði voru 42%. Síðan hef ég alltaf öðru hverju fengið bankaáföll en þau hafa yfirleitt verið vægari en þetta árið 1988; ég hef alltaf náð mér á innan við viku. Hins vegar man ég ekki til þess að hafa fengið alþjóðlegt bankaáfall. Ég býst enda við að það sé með sjaldgæfari bankaáföllum og hef reyndar fyrir satt að það séu einkum seðlabankastjórar sem verði fyrir alþjóðlegum bankaáföllum og sumir þeirra beri þess aldrei bætur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: