- Advertisement -

Henda ábyrgðinni sífellt á heimilin

Kristján Þórður.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti Alþýðusambandsins, skrifaði:

Ekki batnar ástandið hér á landi og nú er það enn handstýrt ástand við erfiðar ytri aðstæður. Seðlabanki Íslands hefur núna hækkað stýrivexti og hafa þeir ekki verið hærri í einhver 13 ár. Núna erum við komin í þá stöðu að skuldsett heimili sem eru með óverðtryggða breytilega vexti berst í bökkum, þarf að færa sig yfir í verðtryggð lán þar sem virkni stýrivaxta hverfur. Fyrirtækin í landinu þurfa að hækka gjaldskrár sem mun auka hækkun verðlags. Gjaldskrárhækkanir stjórnvalda um áramótin hafa aukið verðbólgu töluvert og í stað þess að sjá lækkun verðbólgu nú þegar þá hefur því ferli verið seinkað og enn bætir í vandamálin með þessari hækkun.

Þetta ástand er óþolandi og ljóst að það þarf að fara að grípa til aðgerða til að standa vörð um fólkið í landinu, það þarf að draga úr álögum á heimili landsins og ná verðbólgu niður í stað þess að henda ábyrgð sífellt á heimili landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: