- Advertisement -

„Hér á landi er enginn umhverfisflokkur“

–      síst VG með grútmáttlausan umhverfisráðherra.

Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson skrifar:

Í Bretlandi er Verkó orðinn „intolerant“ flokkur og byrjað að reka eðalkrata sem í nýliðnum Evrópuþingskosningum púkkuðu undir Evrópuhugsjónina með því að styðja aðra og eindregnari Evrópuflokka. Corbyn klúðraði vinningsstöðu. Líklega munu næstu ár í Evrópu markast annars vegar af uppgangi pópúliskra þjóðernissinnaðra flokka af toga Miðflokksins íslenska, sem munu gera andstöðu við erlend trúarbrögð og innflytjendur að flaggi sínu, og hins vegar frjálslyndum demókrötum og græningjum. Hamfarahlýnun af mannavöldum verður vonandi hið symbólíska sameiningartákn næstu kynslóða og í Evrópu munu rísa upp sterkar alþjóðasinnaðar græningjahreyfingar með baráttu gegn loftslagshlýnun í forgrunni. Sósíaldemókratískar hreyfingar hafa uppfyllt erindi sín og gert þau sem órekin eru „mainstream“. Þær hafa hins vegar ekki fundið sér ný, og eru of stofnanavæddar til að geta náð almennilegri endurnýjun. Hér á landi er enginn umhverfisflokkur, síst VG með grútmáttlausan umhverfisráðherra. Annars er sól á Vestó – einog flesta daga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: