- Advertisement -

Hinn vondi arfur Daða Más

Hér er einþáttungur frá Alþingi. Persónurnar eru tvær. Sigríður Á. Andersen (sáa) og Daði Már Kristófersson (dmk). Einþáttungurinn snýst um að áfengisverslun ríkisins var dæmd til að selja áfram tvær tegundir öls sem enginn keypti. Leiksviðið er ræðustóll Alþingis.

Hér hefst leikurinn:

Sáa: Mig langar að spyrja Daða Má af hverju ráðuneytið eða hann sjálfur hafi ekki brugðist við þessum dómi og hvort hann telji að honum sé heimilt að frysta þetta ólögmæta ástand á meðan verið sé að vinna að nýjum viðmiðum. Og telji hann sér heimilt að frysta þetta ástand, á hverju byggir hann þá heimild sína?

Dmk: Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem ég erfði þegar ég kom í mitt ágæta ráðuneyti þar sem, eins og hún bendir réttilega á, reglur ÁTVR, eins og fram hefur komið í máli Sigríðar, stóðust ekki lög. Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggist á lögunum og hún hefur farið í samráð. Um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið í samræmi við þessa breyttu reglugerð.

Sáa: Daði Már svaraði ekki spurningu minni sem laut að því hvort hann teldi það heimilt að frysta hið ólögmæta ástand sem er núna með þeirri vísan einni að verið sé að vinna að nýjum viðmiðum. Að mínu mati er engin heimild fyrir slíku. Daða ber sem einum stjórnarmanni í ÁTVR, sá sem ber eftirlitsskyldu gagnvart þessari stofnun, að aflétta þessu ólögmæta ástandi og fyrirskipa að verslunin taki upp rétta viðskiptahætti. Mér virðist sem Daði Már ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og ég ætla að gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari 100 ára meinsemd sem hefur verið í íslenskri verslunarsögu.“

„Það er ekki verið að frysta neitt ástand, það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun heldur þvert á móti að eiða þar endurbótavinnuna,“ svaraði Daði Már.

Tjaldið fellur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: