- Advertisement -

Hvalaslátrun, ekki hvalveiðar

„Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín.“

„Er hér er á ferðinni ein­hver mesta hvalaslátrun sem sög­ur fara af síðustu ára­tugi. Full­gengn­ir kálf­ar sprengd­ir, tætt­ir eða kæfðir. Og, eins og ég kom inn á, veiðir eng­ir önn­ur þjóð ver­ald­ar langreyðina, næst­stærsta spen­dýr jarðar.“

Svo segir í grein eftir Ole Anton Bielt­vedt og birt er í Mogganum í dag. Hann segir að ákveðið hafi verið að heimilt verði að; „…slátra á allt að 2.135 dýr­um, mörg­um með þeim hörmu­legu lim­lest­ing­um og kval­ræði, sem þekkt­ar eru, 2019-2023.“

Ole Anton er ekki sáttur með ráðafólkið og skrifar: „Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagn­vart ykk­ur – reynd­ar gagn­vart allri rík­i­s­tjórn­inni – get­ur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykk­ar og hatt og komið ykk­ur á brott.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ole Anton  birtir neikvæðar niðurstöður skoðanakannanna sem hann hefur haft nokkuð fyrir að komast yfir. Einkum varðar ferðaþjónustuna.

„Auðvitað höfðu sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, for­sæt­is­ráðherra og rík­is­stjórn­in öll full­an aðgang að þess­um upp­lýs­ing­um, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hval­veiðar, voru upp­lýs­ing­arn­ar ekki birt­ar – þær í raun fald­ar fyr­ir al­menn­ingi – og ákvörðun tek­in um að heim­ila stór­felld­ar nýj­ar hval­veiðar, til langs tíma, þvert á hags­muni lang­stærstu at­vinnu­greina land­ins og þar með þvert á hags­muni allra Íslend­inga,“ skrifar Ole Anton.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: