- Advertisement -

Hver hagnaðist um milljarðana sjö?

Framkoma Boga við flugfreyjurnar er fjarri öllu lagi.

Guðmundur Gunnarsson skrifaði:

Flugfloti Icelandair samanstendur af allmörgum allt að 30 ára gömlum Boeing 757 og 767. Airbus 321 neo eyðir ca. 30 % minna á floginn farþegakílómetra en Boeing757 og ólíklegt að þegar og ef flugrekstur taki við sér á ný, verði mikil eftirspurn eftir gömlum eyðslufrekum vélum, þannig að verðmæti flugflotans gæti verið mjög lágt. Hvað varðar verðmæti nýju MAX vélanna er sennilega enginn verðmiði til á þeim eins og er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Olíukaup með framvirkum samningum þar sem félagið tapar ca. 7 milljörðum á viðskiptunum. Það ætti að vera krafa lífeyrissjóðanna að það verði upplýst hver hagnaðist um þessa 7 milljarða. Það er verðugt verkefni að fá þetta upplýst, en þetta er allavega vel þekkt leið til þess að flytja peninga í „rétta aflandsvasa“.

Framkoma Boga við flugfreyjurnar er fjarri öllu lagi, enda sýndi samtök evrópskra stéttarfélaga Icelandair gula spjaldið. Þessi framkoma öll uppfyllir engan veginn þær lágmarkskröfur sem lífeyrissjóðir okkar eiga á að gera til félaga sem þeir fjárfestir í. Ofstopi Boga við flugfreyjurnar var í engu samræmi við tilefnið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: