- Advertisement -

HVERNIG DIRFISTU, FORSÆTISRÁÐHERRA?

Mörður Árnason skrifaði fína grein á Facebook. Miðjan kýs að birta hana:


Á loftslagsráðstefnunni í New York í dag talaði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Takk, allra fyrst, fyrir loforðið um að tvöfalda framlag Íslendinga í loftslagssjóð SÞ. Ekki veitir af.

Og þá er að minnast þess að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði fyrir ráðstefnuna hvatt leiðtogana til að segja þar frá nýjum skuldbindingum — sem viðbrögðum við sífellt neikvæðari þróun eftir Paris 2015. Og hvað sagði okkar maður, fyrir utan loftslagssjóðinn? Því miður: Ekkert. Engar tölur, engar ákvarðanir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ha? Nei, annars. Katrín sagði sannarlega tvennt. Hún talaði um orkuskiptin framundan. En það var að vísu byrjað að tala um orkuskiptin framundan kringum 2007. Og svo sagði hún líka að Íslendingar hefðu tekið ákvörðun um að hita húsin sín bara með umhverfisvænni orku, og ekki kolum eða olíu. Hér er sá kafli, af vefsetri ráðuneytisins:

„Raforka og húshitun á Íslandi byggist alfarið á endurnýjanlegum orkugjöfum. Var sú umbreyting umfangsmikið verkefni? Já. Kostaði hún fjármuni ? Að sjálfsögðu. En við hefðum líklega ekki getað tekið betri ákvörðun fyrir bæði samfélag og efnahag.“ Tilvitnun lokið.

Þess gleymdist að vísu að geta að þetta umfangsmikla verkefni var ekki unnið á neinskonar loftslagsforsendum, og að það voru afar okkar og ömmur sem greiddu mest af fjármununum! — og að verkefnið hófst árið 1930 þegar heitt vatn var leitt í Austurbæjarskólann. Hugtakið „við“ er nokkuð víðfeðmt hjá íslenska leiðtoganum á loftslagsráðstefnunni.

Greta Turnberg.

Annar ræðumaður í dag heitir Gréta Tunberg og er nágranni okkar. Hún talaði lítið um orkuskipti og húshitun á Íslandi — heldur spurði hún leiðtogana: Hvernig dirfist þið? Hvernig dirfist þið?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: