- Advertisement -

Hvert rými, gjörningur og innsetning er eins og rödd

Menning Merk sýning hefst í Kling & Bang á fimmtudag, en þar verður fjórskipt verk til á hinu margræða og dularfulla svæði hins listræna sköpunarferlis sem er hér afmarkað af tíðni, rými, innsetningum, sjónvarpsmyndavélum og stað- og tímabundnum gjörningum yfir tveggja vikna tímabil.
Frá New York er kominn listahópurinn E.S.P. TV sem hittir fyrir listamennina Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Kolbein Huga Höskuldsson, Helga Örn Pétursson og Rebekku Moran og fá áhorfendur að fylgjast með samtali þeirra í beinni útsendingu í Kling og Bang gallerí. Hvert rými, gjörningur og innsetning er eins og rödd, sú fyrsta setur tóninn, sú næsta spinnur þráð sinn kringum þá fyrstu og svo framvegis. Opnun af opnun bætast raddir við í samræðum við þær fyrri, hljóð og myndgeimurinn þenst smám saman út. Á fjórðu og síðustu opnunni nær verkið fyllingu sinni þegar rýmið rennur saman í eina heild og raddirnar koma saman og mynda stórkostlegan samhljóm.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: