- Advertisement -

Hvílíkur sokkur þessi maður

Gunnar Smári skrifar:

Sá sem er með 352 þús. kr. fær um 275 þús. kr. útborgaðar eftir skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara fyrir barnlausan einstakling á húsnæðiskostnaðar er 170 þús. kr. á mánuði svo grunnlaunin hjá Play duga fyrir húsleigu, rafmagni, hita, hússjóði og öðrum húsnæðiskostnaði upp á 105 þús. kr. Það dugar kannski fyrir herbergi með aðgangi að salerni og eldhúsi.Ef starfsmaðurinn á barn hækkar framfærslan upp í 221 þús. kr. og hann þá bara 54 þús. kr. upp í húsaleigu og annan húsnæðiskostnað. Það dugar fyrir tveimur rúmum í herbergi sem deilt er með fjórum öðrum.Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, að sé „Fullkomlega mannsæmandi laun“. Hvílíkur sokkur, þessi maður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: