- Advertisement -

Í köldum skugga

Sigurjón Magnús Egilsson:

Það þarf að kalla saman aðalfund og þar verður Sólveig Anna að vera í kjöri. Sækja sér umboð félagsmannanna sjálfra.

Hin góðu verk Sólveigar Önnu urðu til þess að hún sá þann kost einan að segja af sér formennsku í Eflingu. Undir stjórn hennar í Eflingu hefur margt tekist vel. Lífskjarasamningarnir voru gerðir og af kjarki og einurð leiddi hún lægstlaunaða fólkið til sigra. Fór bæði gegn Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Og sigraði.

Eðlilega hefur Sólveig Anna verið í kastljósi fjölmiðla. Á köflum oft og mikið. Þegar svo verður myndast skuggar að baki henni. Hitt fólkið, margt hvert, er ósátt í skugganum. Vill fá athygli og sá sér þann kost einan að ráðast gegn formanninum Sólveigu Önnu.

Efling var sofandi félag þegar Sólveig Anna var kjörin formaður. Það hefur aldeilis vaknað við. Þegar svo verður þarf að vinna mikið og vel. Þau sem áður þekktu til innan Eflingar eru ekki sátt við breytingarnar. Og hafa nú sigrað. Samt er fullkomlega óvíst hvað tekur við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem fyrrverandi sjómaður líki ég þessu við aflaskipstjóra sem fer mikið fyrir. Áhöfnin sættist við fyrirferðina vegna árangursins. Eitthvert fólk á skrifstofunni og svarnir andstæðingar Sólveigar Önnu innan stjórnarinnar hafa náð tímabundnum árangri, ef árangur skal kalla. Um stund hafa tuðararnir sigrað.

Guðmundur Baldursson fer fyrir ósátta fólkinu. Honum varð á í Kastljósi þegar hann sagði trúnaðarmannaráð vera helsta valdaapparat Eflingar. Svo er auðvitað ekki. Aðalfundur félagsins er helsta valdastofnun félagsins. Það þarf að kalla saman aðalfund og þar verður Sólveig Anna að vera í kjöri. Sækja sér umboð félagsmannanna sjálfra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: