
Ingibjörg Davíðsdóttir Aðalsteinssonar situr á þingi fyrir Miðflokkinn. Faðir hennar sat á Alþingi í átta ár fyrir Framsóknarflokkinn. Á þingi í dag mun Ingibjörg flytja sína 43. ræðu um bókun 35. Faðir hennar, Davíð Aðalsteinssin, sat sem fyrr segir á þingi í átta ár. Á þeim tíma flutti hann rúmar fimmtíu ræður, skv. vef Alþingis.
Næsti fundur Alþingis er í dag, og hefst klukkan 13:00. Miðflokksfólk er eitt á mælendaskrá. Ingibjörg hefur flutt flestar ræður. Svefngalsi og þreyta háði þingmönnum í nótt. Sigríður Á. Andersen fékk hláturkast í ræðustól og smitaði þar með flokksfélaga sína. Svo úr varð hóphlátiur út af engu.
Fyrir áhugsama er endurtekið að þingfundurinn byrjar klukkan 13:00 í dag.