- Advertisement -

Jón ófús að fara og Guðrún bíður spennt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hún hefur lýst yfir trausti á dómsmálaráðherrann, Jóni Gunnarssyni.
Skjáskot: Silfrið.

„Það er ekkert leyndarmál að ég er óþreyjufull að taka við þessu starfi, ég er þannig manneskja. Ég hlakka til að takast á við verkefnið, það hefur verið mjög skýr krafa í mínu kjördæmi að oddviti Sjálfstæðisflokksins fái ráðuneyti,“ þetta hefur Fréttablaðið eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem bíður spennt eftir að Jóni verði settur af sem dómsmálaráðherra og rími þannig pláss fyrir Guðrúnu. Allt eftir loforðum Bjarna formanns. Ráðherraskiptin áttu að fara fram í þessum mánuði.

Jón Gunnarsson hefur gengið rösklega fram í embættinu. Svo rösklega að umboðsmaður Alþingis hefur fundið að við hann hvað varðar rafbyssurnar. Þrátt fyrir að láta fyrirgerast að ræða það mál í ríkisstjórn og fengið bágt fyrir frá Katrínu forsætisráðherra hefur hún lýst yfir einlægum stuðningi við Jón.

Guðrún segir það skýra kröfu kjósenda í sínu kjördæmi að hún verði ráðherra. Sama sagði Páll Magnússon meðan hann sat á þingi fyrir flokkinn. Bjarni hafnaði Páli. Hvað verður nú?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: