- Advertisement -

Jón Pétur jós úr skálum reiði sinnar

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, herti mjög að Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra varðandi meðferðarúrræði fyrir börn sem hafa ánetjast hörðum fíkniefnum.

Jón Pétur sagði: „Hvernig í ósköpunum erum við ekki löngu byrjuð að byggja bráðabirgðaúrræði fyrir börn í miklum fíkni- og geðvanda? Og hvers vegna er ekki hægt að nýta meðferð erlendis þar sem eru tilbúnar þjónustustofnanir?“

Ljúft er að svara honum. Er það ekkki einkum vegna vanmáttar síðustu ríkisstjórnar. Einkum Framsóknar. Heilbrigðisráðherra var Willum Þór Willumsson og barnamálaráðherra var Ásmundur Einar Daðason. Báðir úr Framsókn.

Segja verður að Jón Pétur getur ekki með sanngirni gengið svona hart að núverandi ráðherra. Hann er hið minnsta einu kjörtímabili of seinn með spurningarnar sínar og sóknina gegn núverandi ráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að láta þetta út úr sér í pontu Alþingis…

Guðmundur Ingi svaraði samt af kurteisi: „Það er númer eitt, tvö og þrjú að koma á starfsemi í Gunnarsholti og það er á lokametrunum. Við erum að tala um bara innan við einn, tvo mánuði. Það er það sem við erum að gera.“

Jón Pétur skipti skapi og fór í mikinn ham. Hann sagði

„Hugsum okkur, ef við snúum þessu við, að það sé einhver með lífshættulegan sjúkdóm á Íslandi. Það eru engin úrræði til við honum. Það er til úrræði í Svíþjóð og hæstvirtur heilbrigðisráðherra segir: Nei, við höldum honum hérna. Það er bara dagaspursmál hvenær eitthvað hræðilegt gerist en við ætlum bara að horfa inn á við. Það er það eina sem ég get gert sem ráðherra. Að láta þetta út úr sér í pontu Alþingis, að láta fólk, foreldra sem eiga börn í þessari stöðu heyra þetta — ég veit ekki alveg hvert við erum komin á Alþingi fyrst staðan er þessi.“ 

Guðmundur Ingi svaraði: „Ég skil það óskaplega vel og ég mun alltaf skilja það að fólk geri allt sem það getur til að hjálpa börnunum sínum og koma þeim út úr þessum vanda. Þess vegna er ég að einbeita mér að því að þau geti fengið þessi úrræði hér heima. Það er það sem ég er að einbeita mér að. Eins og ég segi: Við erum að ná Gunnarsholti, þar sem við getum tekið við átta drengjum í langtímaúrræði, inn innan tveggja mánaða. Við erum þegar komin með Skálatúnið í Mosfellsbæ og við erum þar af leiðandi með laust pláss á Stuðlum. Við munum taka Stuðla í gegn og þá verða 13 öryggisrými til.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: