- Advertisement -

Katrín hefur bara eitt skot í byssunni

Við bíðum eftir hvellinum.

Það er af eða á. Enginn millivegur. Katrín Jakobsdóttir er í vanda. Hún verður að hitta. Frumvarp hennar um sanngirnisbætur verður eitt mest lesna frumvarp síðustu ára. Samúð fólksins er með þeim sem dæmd voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ekki með forsætisráðherra. Ekki með ríkislögmanni. Ekki með fjármálaráðherra.

Til þessa hafa afleikir ríkisstjórnirnar og verkamanna hennar gert illt verra. Umboðslaus sáttanefnd var verri en ekki. Grófyrt greinargerð ríkislögmanns herti hnútana enn frekar. Ekki bætti úr skák að Katrín hirti ekki um að lesa greinargerðina. Í jafn alvarlegu máli.

Til að bjarga málinu ætlar forsætisráðherra að leggja fram frumvarp. Frumvarp sem Bjarni hefur lagt blessun sína yfir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Már Guðmundsson, þá seðlabankastjóri, sagði þegar til stóð að aflétta fjármagnshöftunum að það yrði að gerast á réttum tíma. Hann sagði okkur hafa bara eitt skot í byssunni. Því væri mikilvægt að hitta.

Nú er Katrín í þessari stöðu. Hefur bara eitt skot í byssunni og hún verður að hitta. Allt annað hefur geigað hjá henni. Í þessu máli.

Hitti Katrín ekki, verði frumvarpið ekki til sátta, verður staða Katrínar afleidd. Verri en nú er.

Við bíðum eftir hvellinum.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: